Skotveiði Tyson, hundur Birgis, hefur líf fjölda minka „á samviskunni“.

Published on April 3rd, 2016 | by Jakob Bjarnar Grétarsson

0

Hvað er minkariffill?

Einhver helsti veiðimaður landsins leysir þá ráðgátu.

Birgir Hauksson er einhver allra magnaðasti veiðimaður landsins og er þá langt til jafnað. Hann er alhliða veiðimaður en sennilega einn afkastamesti minkaveiðimaður sem um getur. Birgir og minkahundar hans hafa ótal minkalíf á samviskunni, og Birgir hefur leyft áhugamönnum um skotveiði að fylgjast með á Facebook.

Nýverið birti hann mynd af sundurskotinni minkalæðu, sem tapaði tórunni. Hún varð fyrir V-Max kúlu úr Sauer minkariffli af 175 metra færi, skrifar Birgir og upplýsir að skyttan hafi verið Ágúst Þór Hauksson.

Margir ráku upp stór augu. Minkariffill, hvað er nú það? Og einn lét eftir sér að spyrja; svona fyrir okkur sem erum að reyna að læra meira um þessi fræði?

Svarið stendur ekki í Birgi: „Það er nú bara sá riffill sem hendi er næst þegar minkur sést, í þessu tilfelli Sauer 202 cal 243 Winchester.“

Og, þá vitum við það.

Comments

comments

Tags: , ,


About the AuthorBack to Top ↑