Stangveiði Karl Eyjólfur

Published on April 9th, 2016 | by Ritstjórn

0

Úr löggunni í laxinn

Karl Eyjólfur Karlsson stjórnar veiðum í Ytri-Rangá.

Karl Eyjólfur Karlsson, framkvæmdastjóri Heggöy Aktiv, norska félagsins sem tekið hefur Ytri-Rangá á leigu. Gripdeild gerði ágætan túr í Ytri-Rangá, með rithöfundunum Mikael Torfasyni og Sölva Birni Sigurðssyni, í fyrra og meiningin er að fara aftur við fyrsta tækifæri til að kanna þar gang mála.

Karl Eyjólfur er athyglisverður náungi. Hann starfaði í áratug á árum áður hjá fíkniefnalögreglunni, fluttist þá til Noregs en kona hans var að ljúka sérnámi í læknisfræði. Hann ætlaði sér að komast að hjá norsku lögreglunni, hafði reynsluna og menntun sem hefði átt að duga vel, en þeir Norðmenn eru ferkantaðir, þetta hafði ekki verið gert áður. Karl segist ekki hafa haft neinn áhuga á því að væla í Nojurum, og snéri sér að því sem honum þótti skemmtilegast; að veiði og ferðamálum. Hann reist þar fljótt til áhrifa, byggði meðal annars upp sérhæfða laxveiðiþjónustu sem blómstarar í Norður-Noregi og svo kom þetta verkefni til; að stýra veiðinni í Ytri-Rangá fyrir hið norska fyrirtæki.

Norsku samböndin eru til staðar, Norðmenn eru bókaðir í Ytri-Rangá í í sumar, enda hefur verið unnið þar gott markaðsstarf, auk þess sem gestir eru allra þjóða kvikindi; svo sem Bandaríkjamenn, Bretar að ógleymdum Spánverjum, sem eru grimmir og senda veiði sína, aflann, beint til Spánar.

Nánar var greint frá heimsókn í Ytri-Rangá í Fréttablaðinu og Vísi.

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑