Matreiðsla Gæsalifur

Published on April 12th, 2016 | by Ritstjórn

0

Gómsæt gæsalifur

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari  hefur fengist við skotveiðar frá barnsaldri. Honum blöskrar hversu margir nýta bráðina illa – eiga jafnvel til að skjóta niður gæs í stórum stíl en hirða svo bara bringurnar. Þetta er glæpsamlegt í huga kokksins sem árið 2011 sendi frá sér Stóru bókina um villibráð, alfræðirit fyrir allt áhugafólk um nýtingu villibráðar. Bráðnauðsynleg bók fyrir hvern veiðimann. Á Gripdeild leggja menn sig eftir heimspeki Úlfars í þessum efnum.

„Ef menn hirða bringurnar eru það bara um 50 prósent bráðarinnar; menn eru að henda hráefni sem má gera úr dýrindis forrétti að ógleymdum beinunum, án beina getur þú ekki gert sósu. Sigmar B. Hauks segir að kjötið skipti minnstu máli – það sé sósan,“ segir matreiðslumeistarinn snjalli við blaðamann Gripdeildar.

Gott dæmi um hágæðahráefni að villibráð sem á stundum fer fyrir lítið meðal veiðimanna sem vilja skera bringurnar úr gæsinni og henda hinu. Villifuglalifur er með því betra sem menn fá og glæpsamlegt að henda henni. Uppskriftin er úr „Stóru bókinni um Villibráð“ og birtist með góðfúslegu leyfi Úlfars.

Léttsteikt gæsalifur
með furuhnetum, beikoni og lauk

forréttur fyrir 4

Hráefni:

300 g gæsalifur
smjör, til steikingar
salt og nýmalaður svartur pipar
4 sveppir, skornir í litla bita
2 skalottlaukar, fínt saxaðir
2 msk. furuhnetur, ristaðar ef vill
2 beikonsneiðar, skornar í bita og snöggsteiktar, þar til þær eru stökkar
spínatblöð
jarðsveppir í sneiðum, til skrauts, má sleppa

Smjörsteikið lifur við lágan hita í um 1 mínútu á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Takið lifrina af pönnunni þegar hún er mátulega steikt og haldið henni heitri. Steikið sveppi og lauk á sömu pönnu. Bætið síðan furuhnetum, beikoni, spínati og vinaigrette á pönnuna og hitið í um 30-40 sekúndur. Skiptið spínatblöndunni á diska, leggið lifrina á hana miðja og berið strax fram.

Vinaigrette
1 msk. dijon-sinnep ½ msk. worchestershire-sósa 1 msk. hunang 1 msk. balsamedik 1 msk. brandí 2 msk. portvín salt og nýmalaður pipar 2 dl olía

Setjið allt hráefni í skál og hrærið vel saman.

Comments

comments

Tags: , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑