Hundar Monks of New Skete.

Published on April 13th, 2016 | by Ritstjórn

0

Munkar og hundaþjálfun

51PfhbTGj7L._SX320_BO1,204,203,200_

Hvolpabókin er skyldulesning.

Síðustu áratugi hafa munkarnir í New Skete ræktað schafer-hunda við góðan í orðstír í New York ríki. Ekki er vitað til þess að neinir hundar frá þeim hafi ratað til Íslands en tvær bestu hundabækur sem skrifaðar hafa verið eru eftir munkana í New Skete. Þessar bækur heita The Art of Raising a Puppy og How to Be Your Dog’s Best Friend.

The Art of Raising a Puppy

Þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem hyggjast ættleiða hvolp. Það er mikill ábyrgðarhluti að taka hvolp inn á heimilið og fyrstu tvö árin eru ótrúlega mikilvæg. Hvernig hund viltu? Hvernig viltu að hann hegði sér? Hvernig á að sjá um hvolp? Hvernig áttu að skipuleggja fyrstu dagana? Öllum þessum spurningum er svarað og ótal öðrum reyndar í þessu vandaða stórvirki um hvolpauppeldi.

Í bókinni er farið yfir allt sem viðkemur hvolipinum þínum. Það er ábyrgðarlaust að fá sér hvolp án mikillar umhugsanir og nauðsynlegt að kynna sér bók eins og þessa sem er í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Gripdeildar.

Það sem hjálpaði ritstjórum Gripdeildar hvað mest eftir lestur bókarinnar var hin svokallaða Crate Training, eða búrþjálfun eins og það myndi útleggjast á íslensku, en búrið getur verið hvolpi einhverskonar vagga eða jafnvel haft sömu áhrif og grenið hefur fyrir úlfana. Það er nefnilega ótrúlega mikilvægt að hvolpur, sem var að yfirgefa gotið og mömmu sína, finni til öryggis á nýju og framandi heimili. Þá kemur búrið sterkt inn og það er mikilvægt að þjálfa hvolpinn til aðlagast búri.

Í The Art of Raising a Puppy er til dæmis mjög áhugaverð stundaskrá fyrir nýja hundaeigendur. Þar sem farið er yfir af mikilli nákvæmni hvernig eigandi á að búa hvolpinum áhyggjulaust líf fyrstu dagana og vikurnar á nýju heimili. Með því að fara eftir strangri stundaskrá er hægt að fækka slysum inni til dæmis. Annar ritstjóri þessarar síðu (lesist: Mikael Torfason) fór til dæmis eftir mjög strangri dagskrá fyrstu vikur Sesar, shcafer-hvolpur, og það er teljandi á fingrum annarrar handar hversu oft Sesar kúkaði og pissaði inni. Allt munkunum frá New Skete að þakka.

61oMmMUcAdL._AC_UL320_SR206,320_

Þjálfun hundsins.

How to be Your Dog’s Best Friend

Þessa bók ættu allir hundaeigendur að eiga. Í þessari bók er fókusinn á þjálfun hundsins og umhyrðu almennt. Hún er ekki síðri þessi bók en The Art of Raising a Puppy. Í báðum bókum er komið inn á þennan lífstíl sem fylgir því að vera hundaeigandi. Að eiga hund er lífstíll. Það skiptir engu hversu leiðinlegt veðrið er úti, það þarf að fara með hann út og það skiptir heldur engu máli hversu gamall hundurinn er, það er nauðsynlegt að örva hann og auðga líf bæði eiganda og hunds með þjálfun.

Það er í raun svo margt áhugavert í þessari bók og mikilvægt fyrir hundaeigendur að lesa hana jafnvel nokkrum sinnum og nota sem uppflettirit. Í bókinni er farið yfir allt það helsta sem hundaeigendur læra á hefðbundnum hlýðninámskeiðum. Þá er farið aðeins í Pavlov en það var rússneskur sálfræðingur sem gerði ýmsar tilraunir á hundum. Meðal annars þá að klingja lyklum í hvert sinn sem hann gaf hundi að borða. Slík æfing getur verið flott fyrir hund sem er lélegur í innkalli. Æfingin virkar þannig að um leið og þú gefur hundinum að borða klingirðu lyklum hátt (eða flautar eða blístrar) og eftir þrjár vikur af því tengir hundurinn hljóðið sjálft við jafn ánægjulega athöfn og að fá að borða. Þá þarftu ekki að gera annað en klingja lyklum (eða flauta) á Geirsnefi og hundurinn kemur hlaupandi.

Margt svona er að finna í bókinni en líka bara nærgætinn kafla um hvernig það er að missa hund sem deyr. Hvenær er best að fá sér nýjan hund eftir slíkt áfall og svo framvegis.

Báðar þessar bækur eru mikið stórvirki og við á Gripdeild mælum með þeim. Þær eru ekki til á íslensku, því miður, en bækurnar eru skrifaðar á aðgengilegri ensku sem flestir Íslendingar eiga auðvelt með að lesa. Á netinu er svo að finna ýmis myndbönd með munkunum frá New Skete en þeir eru miklir heimspekingar þegar kemur að ræktun og uppeldi hunda.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Back to Top ↑