Hundar IMG_0581

Published on April 14th, 2016 | by Ritstjórn

0

Bestu hundaverðlaunin

Júlíus Sesar Junior, schafer-hundur Mikaels Torfasonar, er 2015 árgerðin, og er þessa dagana kominn á Hlíðni 1, hundanámskeið, í Kópavogi, og eigandinn varð auðvitað að finna verðlaun sem myndu hæfa tilefninu. Auðvitað notum við flest eitthvað sem við kaupum í gæludýrabúð eða lifrarpylsu eða eitthvað slíkt, en það allra besta sem þú getur gert er að þurrka lifur í ofni. Það er sáraeinfalt og hér á eftir fylgir myndrænn leiðarvísir sem allir ættu að skilja.

IMG_0726

1) Í raun skiptir litlu hvernig lifur þú notar. Nautalifur, lambalifur. Þú byrjar bara á að þrífa hana og gera klára fyrir niðurskurð.

IMG_0727

2) Skera lifrina niður og leggja á smjörpappír og ofnplötu. Það er þarf ekkert endilega að skera í of litla bita fyrir þurrkun inni í ofni.

IMG_0728

3) Fínt að stilla ofninn á 180 gráður ca. og hafa í ofninum 10-20 mínútur. Fylgjast bara vel með. Lifrin er fljót að þurrkast en þetta snýst mest um að þyrrka hana vel svo hún sé þægileg í notkun á hundanámskeiðinu. Ef þú ert í efa þá er sniðugt að skera í bita og sjá hvort lifrin sé þurr í gegn.

IMG_0730

4) Nýkomin úr ofninum og lítur vel út. Þessi lifur er þurr í gegn og þá er hægt að skera hana í meðfærilegri bita.

IMG_0729

5) Hér er búið að skera þurrkaða lifrina í fínni bita. Um að gera að vera ekkert með of stóra bita í verðlaun. Þú vilt að þetta endist á námskeiðinu og maður ekki beint að gefa hundinum að borða heldur verðlauna fyrir góða hegðun.

 

IMG_0731

6) Ikea-pokarnir eru sniðugir ef þú ætlar að henda hæfilegum skömmtum í frysti og geyma þangað til það á að nota herlegheitin. Passa samt að þeir geta farið illa í vasa og eiga það jafnvel til að slitna fljótt. Það er eiginlega best að nota betri poka undir verðlaunin á námsekiðinu sjálfu. Svo getur veirð sniðugt að blanda einhverju þurrfóðri sem hundurinn fær ekki reglulega við lifrarbitana til að þetta endist betur. Það er líka voða gott að fá litla þurrfóðursflögu sem ilmar öll af lifrargóðgætinu.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑