Skotveiði Mikki og Ingó með riffilinn góða.

Published on May 11th, 2016 | by Ritstjórn

22 kalibera riffill kominn í hús

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og er undirbúningur fyrir hreindýraveiðar sumarsins nú í fullum gangi. Gripdeild fór að ráðum sér betri manna og festi kaup á 22 kalibera riffli. Savage MarkII FVXP. Mikilvægur þáttur undirbúningsins: Með þessum riffil má æfa skotfimina með góðu móti.

Sérlegur ráðunautur og vopnasérfræðingur Gripdeildar er sjálfur Ingó í Vesturröst. Veiðar snúast að verulegu leyti um búnaðinn. Ef hann er ekki í lagi er veiðiferðin í algjöru uppnámi. Og þá er Vesturröst rétti staðurinn. Það er heilög stund að koma í veiðibúðina. Þar geta menn unað sér lengi dags, þar er dótið maður lifandi og græjurnar sem tengjast veiðum hafa fagurfræðilegt gildi.

SONY DSC

Ingó fylgist íbygginn með Jakobi munda riffilinn og rýna í kíkinn.

Ingó segir að sömu lögmál gildi um 22 kalibera riffla og aðra riffla, en munurinn er sá að það kostar ekki handlegg að skjóta úr honum. Skotin eru miklu minni og ódýrari.

Vopnið, sem Gripdeildarmenn festu kaup á og Ingó mælti sérstaklega með til æfinga, er með þungu hlaupi blámuðu, magasín er fyrir fimm skot og er gikkurinn Accutrigger. Sjónauki er 3-9×40 og er þing 6 lbs.

Auðvitað er þetta baunabyssa í samanburði við þá riffla sem notaðir eru til hreindýraveiða, og eins gott að menn geri sér grein fyrir því. Þessir rifflar slá sama sem ekkert og ekki verður komist hjá því að skjóta stærri rifflana inn áður en að skotprófinu, sem áskilið, er kemur. Að ekki sé talað um þegar fella skal tarfana.

Comments

comments

Tags:


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑