Stangveiði Þröstur Elliðason.

Published on May 11th, 2016 | by Ritstjórn

Mokveiði á Jöklusvæðinu

Þröstur Elliðason á Jöklusvæðinu.

Þetta var engin slátrun því Þröstur sleppti eða setti í klak.

Ritstjórar Gripdeildar eru sérstakir áhugamenn um Jökuldalinn og dvelja í sæluhúsi á Jökuldalsheiði á hverju sumri. Í sumar er einmitt ráðgert að gera frægðarför austur og veiða tvo hreindýratarfi og hugsanlega lenda í mokveiði í Jöklu.

Það eru Strengir, veiðiþjónusta Þrastar Elliðasonar, sem sjá um Jöklu og hér má sjá skemmtilegt myndband af mokveiði úr Kaldá á Jöklusvæðinu í fyrra:

,,Ég lennti í mokveiði í Kaldá síðastliðið sumar,” segir Þröstur en Kaldá er ein af hliðarám Jöklu.

Eins og sést á myndbandinu voru átökin töluverð. Veiðistaðurinn var splunkunýr – það hafði aldrei verið veitt á honum áður – og lætin svo mikil að það sveif losnaði af hjóli þegar landa átti laxi.

Sett var í tuttugu laxa á þessum veiðistað, sem kallast Lundaholur og er ofarlega í Kaldá:

,,Ég náði að landa þrettán löxum,” segir Þröstur sem er brattur hvað varðar veiði á hinum svokölluðu Jöklusvæðum. ,,Horfur eru góðar og von er á sterkum stórlaxagöngum.”

Það þarf varla að taka það fram að þetta var engin slátrun hjá Þresti og félögum. Aðeins tveir fiskar voru drepnir vegna bilunar í hjóli, öðrum var sleppt (eða fóru í klak).

Það eru enn laus leyfi á svæðinu og ritstjórar vefsins eru einna spenntastir fyrir verðinu sem er enn hóflegt, fullyrðir Þröstur.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑