Skotveiði adal

Published on May 14th, 2016 | by Ritstjórn

0

Brúnó skotinn inn

Í ritstjórn Gripdeildar er löng hefð fyrir því að Mikael Torfason, annar ritstjóri Gripdeildar, skíri öll vopn þeirra félaga, hans og Jakobs. Það var því hátíðleg athöfnin á skotsvæði Skyttana fyrir austan fjall í dag þegar Mikael gaf hinum nýja Savage MarkII FVXP nafnið Brúnó.

20120722_170949

Brúnó var skotinn inn fyrir austan fjall.

Brúnó var keyptur í Vesturröst eins og sjá má hér. Þetta er frábært vopn, 22 kalibera, sem nota á við undirbúning á hreindýraveiðum síðar í sumar. Þá er ráðgert að fella tvo tarfa á svæði 1 og sérfræðingarnir eru sammála um að það sé algjör nauðsyn að æfa sig með minna kaliberi.

Það verða því stífar æfingar fram eftir sumri, bæði innan hús og utan, og hér á næstu vikum þurfa Mikael og Jakob líka að skjóta inn rifflana sem eiga að drepa dýrin. Við segjum nánar frá því síðar en Jakob á frábæran riffil, sem var einmitt keyptur í Vesturröst og lesa má um hér. Mikael skírði þann riffil Jósep í höfuðið á austurrísku illmenni.

En hvaðan kemur nafnið Brúnó? Jú, þegar góðærið var í algleymingi áttu þeir Mikael og Jakob nóg af peningum og áttu sitthvorn Brno-inn. Það voru tékkneskir rifflar, mjög nákvæmir, en einhvern tíma urðu menn blankir og þurftu líka að eignast betri haglabyssur þannig að Brno-rifflarnir fóru bara í einhverju braski um leið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kom Íslendingum til bjargar.

En nýji Brúnó-inn, Savage-inn, er ekki síðri en þeir tékknesku enda bandarískt gæðavopn. Og eins og fyrr segir er það Mikael sem gefur öllum vopnum Gripdeildar nafn og honum þótti við hæfi að nýji riffillinn yrði skírður í höfuðið á gömlu Brno-unum nema með nútímastafsetningu upp á íslensku.

Comments

comments

Tags:


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑