Stangveiði SONY DSC

Published on May 23rd, 2016 | by Ritstjórn

Urriðatittir leggja undir sig Elliðaárnar

Iðandi líf er á urriðasvæðinu í Elliðaám. En, ekki eru það vænir fiskar sem hafa sig mest í frammi þar nú um stundir heldur urriðatittir, sprellandi fjörugir.

Kunnara er en frá þurfi að segja að Reykvíkingar búa við þau einstæðu gæði að í gegnum höfuðborgina rennur ágæt laxveiðiá. Ofarlega í Elliðaám er svo urriðasvæði sem veitt hefur mörgum veiðimanninum ómælda ánægju; þar hefur verið hægt að ná úr sér mesta hrollinum, þegar veiðihugurinn er orðinn óbærilegur.

SONY DSC

Ef myndin “prentast” sæmilega og menn skoða hana gaumgæfilega þá má sjá lítinn urriða neðst á myndinni.

Góðkunningi Gripdeildar, blaða- og veiðimaðurinn Garðar Örn Úlfarsson, hefur lengi stundað Elliðaárnar. Hann hefur dregið einhvern stærsta lax sem þar hefur veiðst úr ánni auk þess sem hann hefur sótt urriðasvæðið þegar svo ber undir. Og fjallað um veiði þar og víðar á Vísi.

Hann fór í dag, 23. maí 2016, og renndi fyrir silung. Með sinni fínu Orvis-stöng. Mikið líf var í ánni efst, við stífluna, í Höfðahyl. En, vænir voru fiskarnir ekki.

Garðar og laxinn

Talsverður munur er á þessum laxi, sem Garðar veiddi í Elliðaám 2013 og þeim puttum sem bitu á flugu hans nú. (Mynd: GVA)

Garðar setti í nokkra urriðatitti og var því fengnastur ef þeir hrukku af sjálfir. Þannig að hann þyrfti ekki að hafa fyrir því að sveifla þeim á bakkann og losa þá af flugunni.

Þarna hafa oft fengist ágætir fiskar en þeir höfðu sig hæga í dag, og létu tittunum það eftir að láta á sér bera.

SONY DSC

Þessi veiðimaður, sem Garðar og tíðindamaður Gripdeildar rákust á við Elliðaár, hafði frá ýmsu að segja.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑