Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli Bergmann samsett

Published on May 27th, 2016 | by Ritstjórn

0

14. maí – Sex fallegir urriðar í fyrsta veiðitúr ársins

Það var ekki seinna vænna, en 14. maí sem ég fer í fyrsta veiðitúr ársins 2016. Suðurlandið, nánar tiltekið í Bíldsfellið að leita bleikju.

Með í för er hinn frægi Bjarni Brynjólfsson stórveiðimaður til þess að tryggja árangur. Skemmst er frá að segja að öngvar bleikjur fundust og nú voru góð ráð dýr.

Mundi ég þá eftir litlu urriðavatni í einkaeigu nálægt ættaróðali mínu í uppsveitum Biskupstungna þar sem ég hafði veitt ágætlega sem barn. Var ákveðið að leggja á sig um 3 kílómetra labb og athuga málið.

Skemmst er frá því að segja að við fengum 6 fallega urriða frá 1 til 2 pund á litlar svartar púpur eins og krókinn. Fyrsta veiðitúr ársins reddað!

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑