Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli bleikjur

Published on May 27th, 2016 | by Ritstjórn

0

22. maí – Leynivatn og bleikjuveiði

Þar sem ég lá í sófanum laugardagskvöldið 21. maí, glápandi á sjónvarpá fæ ég símtal frá gömlum samstarfsmanni. Nefnilega honum Baldri Guðmundssyni blaða- og veiðimanni sem spyr mig hvort ég sé til í smá ævintýri? Það fæli í sér fjallgöngu og von um veiði.

Eins og hann grunaði þá var ég kominn fyrir utan hjá honum korteri síðar með stöngina í bakpoka og á góðum gönguskóm. Þá var haldið af stað og aftur var það leynivatn sem hann hafði veður af uppá fjallstoppi hér á suðvestur horninu.

Baldur Guðmundsson

Atli bleikjur2

Eftir drjúga göngu komum við á áfangastað í töluverðu roki um miðnætti og byrjuðum að leita að fisks. Ekkert gekk fyrr en að hann lægði og við fundum réttu fluguna sem var að þessu sinni lítill streamer svartur og gulur nobbler.

Þvílíkt land sem við eigum og þvílík náttúra. Við tókum sex fallegar bleikjur og þar sem konan var farinn í húsmæðraorlof þá gerðum við kettirnir á heimilinu freskmetið okkur að góðu.

Mjög gott.

Ísland er æði á þessum árstíma. Miðnæturveiði er æðisleg. Mikið líf. Og þvílík lífsgæði.

Atli köttur og urriðar

Hvorki kötturinn né Atli fúlsuðu við ferskmetinu. En ekki hvað? Þessi líka fína bleikja.

 

Comments

comments

Tags: ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Back to Top ↑