Stangveiði Atli Bergmann með birting

Published on May 27th, 2016 | by Ritstjórn

0

Atli Bergmann er kominn í gírinn

Atli Bergmann hefur undanfarna daga verið við veiðar í Ósasvæðinu í Ásum, norður í landi í nágrenni við Blönduós, ásamt þeim Bjarna Brynjólfssyni og Axel Jóni Fjeldsted.

Aðstæður eru erfiðar en hollið á undan þeim náði í sjö fiska. Ekki er að Atla að spyrja, hann setti í þennan væna birting sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Atli Bergmann er einhver allra öflugasti veiðimaður sem Gripdeild veit. Og þekkja Gripdeildarmenn marga knáa kappa í þeirri deildinni. Atli notar hvert tækifæri og fer til veiða.

Atli Bergmann ætlar að leyfa lesendum að fylgjast með því sem á daga hans drífur í veiðinni með því að birta dagbókarbrot hér á Gripdeild undir yfirskriftinni Veiðisjúrnall Atla Bergmann; hvert hann fer og hvað hann veiðir. Fróðlegt verður að fylgjast með því.

Comments

comments

Tags: , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑