Skotveiði kobbi

Published on May 29th, 2016 | by Ritstjórn

John Savage – nýr riffill

Hér er Mikael að stilla John Savage inn.

Nýr riffill Mikaels Torfasonar, annars ritstjóra Gripdeildar, er af gerðinni Savage 110 Trophy Hunter XP, og var dýrðargripurinn að sjálfsögðu keyptur hjá honum Ingó í Vesturröst. Mikael fjárfestir í góðum kíki, Weaver Kaspa 3-12×44 SF ILL Ballistic-X Tactical, og nú á laugardaginn fóru ritstjórarnir, Jakob og Mikael, á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi til að skjóta nýja riffilinn inn. Jósep, riffill Jakobs af Voere gerð, var að sjálfsögðu með í för enda er mikilvægt að báðir ritstjórar æfi sig að skjóta því framundar er skotpróf fyrir hreindýraveiðina síðsumars 2016.

image2

Jakob þykir lúnkinn rifflaskitta og hér er hann að æfa sig með Jósep.

Á laugardag byrjuðu strákarnir á því að finna nafn á nýja riffillinn hans Mikaels. Eins og áður hefur komið fram þá er það Mikael sjálfur sem nefnir öll vopn þeirra félaga. Hér má lesa söguna um nafnið Jósep.

Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að finna miðið á nýja Savage rifflinum. Hann var viðkvæmur og kíkirinn kolvitlaust stilltur enda nýkominn á vopnið. Það lá því næstum í loftinu að riffillinn fengi hreinlega nafn leikarans John Savage sem var einna viðkvæmastur félaganna í Deer Hunter. Hann var sá sem gifti sig í upphafi myndar og John Savage, leikarinn, túlkaði hlutverk með ótrúlegri næmni eins og allir kvikmyndaunnendur vita.

Hvað um það, riffillinn hefur fengið nafnið John Savage og búið er að skjóta hann inn. Mikael og Jakob eru samt hvergi hættir æfingum og mun vera sagt frekar frá þeim á næstu vikum.

Æfinga-skífa

Á netinu er að finna æfingaskífur fyrir skotpróf Umhverfisstofnunar.

 

Comments

comments

Tags:


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑