Stangveiði Mývargurinn var veiðimenn lifandi að drepa við Elliðaárnar í vikunni.

Published on June 4th, 2016 | by Ritstjórn

0

Mývargur ætlar veiðimenn við Elliðaár lifandi að drepa

„Skyndilega sortnaði allt og ég forðaði mér. Nei, ég hljóp ekki en ég gekk mjög hratt,“ segir Garðar Örn Úlfarsson blaða- og veiðimaður.

Mývargur hefur verið að herja á veiðimenn við Elliðaár í vikunni. Svo virðist sem að með hlýnandi veðri hafi flugan hreinlega gosið upp við árnar. Einkum efst, við vatnið.

Garðar segir svo frá að hann hafi komið þarna að í rólegheitunum, gert sig kláran og kom sér fyrir við Höfðahyl, sem er efsti hylurinn í ánni, rétt undir stíflunni við Elliðavatn.

„Ég var með hettuna og allt í einu var eins og það færi að rigna,“ segir Garðar. Svo áttaði hann sig á því hvernig í pottinn var búið og kom sér á brott. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt þegar komið var niður fyrir Ármót.

Atli Bergmann, sá kunni veiðimaður en hann birtir einmitt Veiðisjúrnal sinn hér á Gripdeild, lenti einnig illa í mývargi. Atli var allur sundurbitinn eftir að hafa rennt fyrir Elliðaárurriðann. Hann var við að gefast upp en þá vildi svo vel til að félagi hans í veiðinni býr steinsnar frá; þangað fór Atli og sullaði á sig einhverju flugufælukremi, fékk net og reyndi aftur. Og þá var ekki að sökum að spyrja. Atli náði að sjálfsögðu í tvo ágæta urriða. En, hann kom allur sundurbitinn frá veiðum að þessu sinni.

Ekki var að sökum að spyrja, Atli náði í væna fiska úr bæjarlæknum. En, mývargurinn hefndi grimmilega fyrir urriðana föllnu.

Mývargurinn gerir mörgum veiðimanninum lífið leitt en þetta er ástar/haturs samband því líkt og flestir vita sem veiðar stunda er þetta mikilvægur hlekkur í fæðukeðjunni; á þessu nærist jú fiskurinn. Einkum er talið að mývargurinn hafi góð áhrif á bleikju, en hann kemur sér einnig vel fyrir laxa.

Í raun er fátt vitað um það hvað veldur því að sterkir árgangar af bitmýi komi upp af og til en menn líta þá til hagstæðra yrtri skilyrða svo sem átu, auk þess sem veðurfari er vitaskuld stærsti áhrifavaldurinn. Mildur vetur hefur góð áhrif á stofninn.

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑