Skotveiði Árni Stefán

Published on June 6th, 2016 | by Ritstjórn

0

Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna

Segja má að minkurinn hafi komist inní hænsnakofann þegar dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason náði að lauma sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook. Þar ríkir nú fár og fiðrið út um allt.

Talsvert uppnám er nú meðal skotveiðimanna, þeirra sem halda hópinn á Facebook í grúbbu sem kallast Skotveiðispjallið.

Árni Stefán skotveiði

Árni Stefán, sem kunnur er fyrir að vera svo mikill dýravinur að þar stendur bókstaflega ekkert í vegi, sótti um inngöngu og var samþykktur. Líkast til hefur það verið í ógáti því Árni Stefán er ekki í hávegum hafður meðal veiðimanna og er þá vægt til orða tekið. Enda hefur hann farið offari í þeim efnum, er óhætt að segja.

Menn ræða nú þessa vá inni á spjallinu og er vitnað til orða sem Árni lét falla einhverju sinni á netinu og eru býsna svakaleg:

„Heimilt er að skjóta dýr en ekki menn. Hví? Lukkulega er ekkert í lögum sem bannar dýrum að skjóta menn og því er það ekki refsivert. Gott væri að dýr skytu menn eða stönguðu þá til dauða og hefðu fullan rétt til þess. Ég nýt þess að sjá naut meiða banann, helst drepa hann. Ég hef litla samúð með sjómönnum sem falla útbyrðis af augljósum ástæðum. Ég hef enga samúð með rjúpnaskyttum sem drepast.“

Árni Stefán lætur móðan mása

Þá hefur Árni Stefán tjáð sig með afgerandi hætti um sársaukaskyn fiska: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“

Segja má að Árni Stefán sé kominn í feitt því inni á Skotveiðispjallinu tala menn frjálslega um hvað eina sem snýr að skotveiðum, og þar má til að mynda finna myndbönd sem ekki eru fyrir viðkvæma; til að mynda þegar minkahundar eru að störfum. Gera má ráð fyrir því að lögmaðurinn sé nú að safna gögnum, en hvað hann vill gera með þau verður að koma í ljós.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑