Stangveiði Róbert með tvo væna steinbíta.

Published on June 6th, 2016 | by Ritstjórn

0

Veiða steinbít á stöng eins og enginn sé morgundagurinn

Sjóstangveiði hefur mjög verið að vaxa fiskur um hrygg undanfarin ár og nú berast þær fréttir að vestan að þar dragi menn þorsk, lúðu og þá ekki síst steinbít – hver sem betur getur.

„Steinbítsveiðin aldrei verið betri en í ár en við gædarnir snöruðum inn 300 kg af spriklandi steinbít á þremur tímum nýverið. Þannig að gestirnir okkar eru sáttir. Ég er með afþreyingu fyrir þá ef þeir komast ekki á sjó vegna brælu, þá er haldið í bleikjuveiði,“ segir Róbert Schmidt.

Kátir sjóstangveiðimenn með væna lúðu.

Róbert er einhver helsti veiðikappi landsins – alhliða veiðimaður. Gripdeildarmenn geta vitnað um það en þeir fóru á sjófugl með Róbert fyrir nokkrum árum og ekkert vantaði uppá það að honum tækist að koma vonglöðum veiðimönnum í tæri við fugl.

Hann starfar nú hjá Iceland Profishing. Þetta er 9 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjóstangaveiði. Fyrirtækið á 16 báta og 14 hús á Suðureyri og Flateyri. Róbert Schmidt hefur starfað hjá IPF sem leiðsögumaður í sama árafjölda og sér í dag um reksturinn.

Það sem af er sumri hefur veiðin verið góð sem og veðurfarið. Stærsti þorskurinn er 28 kg og lúða uppá 35 kg.

róbert6

Þeir eru ekki beint smáfríðir steinbítarnir fyrir vestan, og nóg er af þeim.

„Bókanir fyrir sumarið eru góðar, mun betri en í fyrra og við höfum verið að betrumbæta húsnæðið okkar á báðum stöðum, mála húsin og snyrta í kringum þau. Yfirleitt koma gestirnir aftur að ári eða síðar og alltaf jafn glaðir og áhugasamir. Ég er bjartsýnn og veit að það er góður gangur hjá okkur,“ segir Róbert.

Hann sendi okkur vinsamlegast nokkrar myndir úr sælunni fyrir vestan, sem hann tók sjálfur, flestar á síma og þær segja sína söguna.

róbert11

róbert4

róbert1

róbert10

róbert2

róbert8

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑