Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli í Ósum2

Published on June 8th, 2016 | by Ritstjórn

0

25. – 28. maí – Ævintýri í Ósasvæðinu

Þá er komið að nýrri veiðislóð sem ég hafði aldrei prófað áður, en það er vorveiði í ósasvæði Laxár í Ásum þar sem hún sameinast Vatnsdalsá.

Með í för voru tveir veiðisnillingar þeir Bjarni Brynjólfsson og Axel Fjeldsted og þvílíkt ævintýri. Við lentum í kjölfar úrhellisrigninga og brjálaðs roks fyrstu dagana, sem gerði allt mjög erfitt. En, við fundum fisk og það voru voru stórir sjóbirtingar.

Síðasta morguninn, 28. maí, þá kom bongó-blíða og þá fann ég bleikjurnar og voru þær líka stórar. Það sem gekk best í sjóbirtinginn var ýmist ljósgulgrænn Nobbler eða Svartur köttur. Bleikjan vildi þurrflugu og votflugur.

Bleikja og birtingur Atla B

Það skal tekið fram að bleikjan við hlið birtingsins er mjög stór.

Gaman er að segja frá því að ég setti í alstærstu bleikju ævi minnar sem rauk út með alla línuna og sleit svo, rosalegt en jafnframt ógleymanlegt.

Við lönduðum 12 fiskum frá 3 upp í 10 pund og misstum marga stóra eins og gengur. Frábær túr.

Comments

comments

Tags: , , , , , , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑