Stangveiði SONY DSC

Published on June 9th, 2016 | by Ritstjórn

0

Bobbableikjan er eins og fögur og elegant kona — en hin eins og skinka

Menn þurfa að hafa fyrir bobbableikjunni í Þingvallavatni en hin bleikjan er meira eins og B5-skinka, sem menn ná á yfirborðinu.

Þetta kemur fram í fróðlegum og stórskemmtilegum umræðum á Facebook-vegg Karls Lúðvíkssonar aka Kalla Lú, veiðiskríbents Vísis.

Meðan met eru slegin og ótrúlegust aflatölur og veiðisögur berast héðan og þaðan er einn maður með öngulinn í rassinum, eins og þar stendur. Nefnilega Kalli Lú, sá þekkti og þaulreyndi veiðimaður.

Kalli birti mynd af spegilsléttu Þingvallavatni nú fyrr í dag en þar var ekki bein að hafa. Kalli var að vitja bleikjunnar sem er seint á ferð þetta árið, sem og reyndar í fyrra.

Thingvallavatn… Blankalogn, 14 c, ekki my à lofti og ekki ein vök à vatninu! Engin taka! Hef aldrei lent í thessu àdur vid vatnid í svona gòdum skilyrdum…

Menn ræða þetta fram og til baka, hvort bleikjan sé „yfirhöfuð farin að láta sjá sig? Maður hefur ekkert heyrt af bleikjuveiði á Þingvöllum þetta árið.“ Og annar bendir á að þetta sé annað árið í röð sem Þingvallavatn er seint í gang. „Hvað er að gerast?“

Þingvallavatn

Þingvallavatnið í gengum linsu Kalla — fegurðin ægileg og allar aðstæður eins og best var á kosið, en engin bleikja. Hún er ekki farin að láta sjá sig enn sem komið er. (Mynd – Karl)

Og einhverjir vilja gera at í Kalla: „Þú kannt bara ekkert ađ veiđa,“ segir einn og lætur broskall fylgja. Og annar bendir Kalla á að hætta á Facebook og fara að lemja vatnið.

Heiðar Valur Bergmann veiðimaður segist hafa kíkt í tvo tíma í gærkvöldi og þá hafi aðstæður verið sem Kalli lýsir:

„Sá nokkur vök og fékk nokkur veik högg. Var í Vatnsskoti og þá aðallega á pallinum. Var ekki var við aðra veiðimenn í fiski.“

Ingimundur Bergsson lýsir því yfir að þetta byrji ekki fyrr en 17. júní. En, þá kemur líkast til einhver frumlegasta líking sem sett hefur verið fram um bleikjuveiði í Þingvallavatni. Og heiðurinn af henni á Benedikt Þorgeirsson:

„Bobbableikjan er eins og fögur og elegant kona, hún er ekki að sýna sig eða skvetta fyrir hvern sem er. Þarft að kafa djúpt eftir þessum elskum. Hin bleikjan er svoldið B5 skinka nærð henni á yfirborðinu.“

Benedikt bætir því við að aðal bobbableikju sérfræðingur landsins segi að það séu enn 9 1/2 dagur í að hún mæti. „Svo þá er bara að setja undir Black Ghost og vona hið besta.“

Og þá bætir Kalli við ráði sem rétt er fyrir veiðimenn að lesa lúshægt og vandlega og leggja á minnið, ef þeir reyna sig við bleikjuna í Þingvallavatni; þessu einstaka veiðivatni sem hvergi á sinn líka:

„Ein og hàlf stangarlengd taumur, draga lùshægt inn og leyfa flugunni ad sökkva hefur alltaf verid màlid.”

Comments

comments

Tags: , , , , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑