Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli urriðar1

Published on June 17th, 2016 | by Ritstjórn

0

1. júní – Vænir urriðar úr bæjarlæknum

Eftir flandur um landið var gott að eiga dagspart í bæjarlæknum mínum hér í Reykjavík. Sem er náttúrlega Elliðaárnar.

Hin „stöngin“ mætti ekki þannig að ég var einn með ána og byrjaði efst í Höfuðhyl. Ekki var að sökum að spyrja; strax í öðru kasti tók fallegur 2 punda sprækur urriði fluguna með látum og nokkrum mínútum síðar annar.

Atli urriði2

En, þá var ég sjálfur orðin fæða hungraða mýflugna, en þar var ægilegur svermur og þurfti ég bókstaflega að flýja inn í bíl og hugsa mitt ráð. (Gripdeild hefur þegar greint frá þessari plágu sem gaus þá upp.) Þá birtist veiðivörðurinn og stórveiðimaðurinn Ásgeir Heiðar og bjargar mér með bæði flugnanet og úðabrúsa með flugnafæluvökva í og þar með lífi mínu eða að minnsta kosti geðheilsunni.

Á næstu þrem tímum landaði ég 10 urriðum þar af 3 vænir, eða um 50 – 57 sentímetrar og aðrir eitthvað minni. Allir voru þeir veiddir á púpu andstreymis. Góður dagur.

Comments

comments

Tags: , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑