Veiðisjúrnall Atla Bergmann atli bleikja1

Published on June 17th, 2016 | by Ritstjórn

0

11. júní – Náð í sjóbleikju fyrir Bergmannshittinginn

Svo hagar til hjá mér að á hverju ári er haldið lítið ættarmót, svokallaður Bergmannshittingur, hjá okkur frændsystkinum. Og einhvern veginn hefur skapast sú hefð að ég veiði silung á grillið fyrir allan mannskapinn sem telur um 25 manns.

Þetta hefur lukkast hingað til en samt er eins og veiðimenn vita ekki á vísan að róa hvað varðar veiði. Núna ákvað ég að fara í Hraunsfjörðinn snemma að morgni 11. júní, en ættarmótið var í Mýrum Borgarfirði þá um kvöldið. Ég tók með minn besta vin minn og veiðifélaga; Heiðar Val Bergmann son minn.

atli bleikja2

Hraunsfjörðurinn hefur oft gefið vel. Tvær vænar sjóbleikjur í flæðarmálinu.

Skemmst er frá því að segja að vel gekk og þessar líka stóru og fallegu sjóbleikjur tóku ýmist Langskegg eða Peacock eða Krókinn og Phesant tail og meira að segja eitt sinn tvær í einu á Dropperinn.

Endaði í 15 stykkjum og og ég verð að segja, í fyllstu auðmýkt að stolt og ánægja hríslaðist um mig þegar fólkið sem mér þykir vænt um fagnaði fengnum og allir átu sig á gat um kvöldið af þessari guðdómlegu náttúruafurð sem fersk sjóbleikja er.

Sjóbleikja er einhver besti matur sem hægt er að hugsa sér og gerði fólkið á Bergmannshittingnum sér þennan herramannsmat að góðu.

Comments

comments

Tags: , , , , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑