Skotveiði SONY DSC

Published on June 19th, 2016 | by Ritstjórn

0

Gripdeild komin í Skytturnar

Allir veiðimenn sem fengið hafa úthlutað hreindýri í ár verða að ljúka skotprófi fyrir 1. júlí og eru ritstjórar Gripdeildar ekki undanþegnir – enda báðir með tarf í ár. Þeir þreyttu próf á skotsvæði Skyttanna í Rangárþingi í morgun og gengu um leið í félagið. Gripdeild er því komin í Skytturnar – Skotíþróttafélag Rangæinga.

Það var formaður félagsins, Magnús Ragnarsson, sem var prófdómari Gripdeildar og annar ritstjórinn hefur áður þreytt prófið hjá honum og stóðst aftur með prýði. Magnús er auðvitað ótrúleg skytta og síðar munum við segja sögu hans á þessum vef. Enda erum við ritstjórarnir að reyna að sannfæra Magnús um að halda jafnvel námskeið – rifflanámskeið. Ritstjórar Gripdeildar eru nefnilega engir sérfræðingar og hafa hingað til treyst á kunnáttu bróður annars ritstjórans, Ingva Reynis Berndsen. Hann er því miður fluttur á Akureyri og því þurfa ritstjórar að fara að bera ábyrgð á eigin vopnum.

Og það eru þrif framundan. Mikil þrif á rifflum sem lentu í sandroki í morgun – John Savage og Jósef hafa sjaldan verið jafn illa farnir, fullir af sandi og skotnir í drasl, eins og unglingarnir myndu segja. En þá er bara að nota youtube og hefja hreinsun á byssunum:

Nánari upplýsingar um verkleg skotpróf er að finna hér.

 

SONY DSC

Hér mundar Jakob, annar ritstjóri Gripdeildar, Jósef og Ingvi Reynir Berndsen horfir á en hann er sérlegur skotráðgjafi ritstjórnarinnar.

SONY DSC

Bræðurnir Ingvi Reynir Berndsen og Mikael Torfason. Ingvi er stóri bróðir ritstjórans og rithöfundarins og hefur hingað til séð um byssurnar hans en er því miður fluttur á Akureyri.

SONY DSC

Magnús Ragnarsson er formaður Skotfélagsins Skytturnar og nú er Gripdeild gengin Skytturnar og ætlar að nýta sér frábæra aðstöðu félagsins og taka þátt í uppbyggingunni.

IMG_2037

Hér mundar Mikael Torfason John Savage í miðju skotprófi. Hann var nákvæmlega 4 mínútur og 50 sekúndur að ná prófinu. Mátti ekki tæpar standa.

Comments

comments

Tags:


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑