Hundar IMG_3558

Published on June 20th, 2016 | by Ritstjórn

0

Hæl Sesar!

Júlíus Sesar Junior er eins og hálfs árs gamall schäfer hundur í eigu Mikaels Torfasonar, annars ritstjóra Gripdeildar. Sesar er mikill gæðahundur, hreinræktaður af ætt Kolgrímu. Hann er þegar farinn að keppa sem sýningahundur og þegar hann var hvolpur var hann iðulega silfurverðlaunahafi í sínum flokki. Nú er hinsvegar mikilvæg keppni framundan; Reykjavík Winner. Þar mun Sesar keppa í flokki unghunda.

En Sesar er ekki bara sýningahundur heldur hefur eigandinn einnig verið með hann í strangri þjálfun í hundaskóla Hundalífs. Það er verið að undirbúa hann undir hlýðnispróf en þar er farið í gegnum æfingar á borð við hælgöngu þegar hundurinn er ekki í taumi. Þá er mikilvægt að hundur geti setið og legið í hópi annarra hunda og svo standa kjurr og þá er innkallið mjög mikilvægt. Reyndar er stundum sagt um schäfer að þeir séu svo húsbóndahollir að ekki þurfi að eyða miklum tíma í æfingar á innkalli.

Hér má sjá Sesar svara nauðsynlegri skipun í hlýðniprófi. Þá situr hundurinn grafkyrr og svarar hælkalli með því að koma til eiganda síns, vinstramegin, og setjast við hliðina á honum eftir að hafa snúið sér í sömu átt og eigandinn:

IMG_3950

Sesar býr svo vel að mamma hans, hún Dimma, býr beint á móti. Dimma er margverðlaunuð tík sem er stigahæst í flokki síðhærðra á Íslandi.

IMG_0740

Þarna er hvolpurinn Sesar á keppni í Reiðhöllinni. Vann silfurverðlaun og fór auðvitað beint á Instagram eigandans ásamt sérlegum aðstoðarhundþjálfara, Jóel Torfa Mikaelssyni.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑