Eldað í úthverfinu FullSizeRender_1

Published on June 22nd, 2016 | by Oddný Magnadóttir

0

Fyrsti lax sumarsins eldaður að hætti hússins

Oddný og Hilmar

Hilmar og Oddný

Það er alltaf tilhlökkunarefni þegar fyrsti lax sumarsins kemur í hús. Og þegar Norðurá gaf okkur tvo nýgengna og silfraða smálaxa í byrjun júní var slegið upp veislu. Við hérna í úthverfinu erum fólk hefða, það er matarhefða og fyrsti lax sumarsins er alltaf eldaður upp á gamla mátann. Hreinsaður vel og þverskorinn og soðin í vel söltu vatni með piparkornum, lárviðarlaufum og ediki. Með honum eru síðan bornar fram soðnar kartöflur, tómatar, agúrkur og heitar sveskjur og mikið af bráðnu íslensku smjöri. En þar sem við vorum með tvo laxa ákvað ég að marinera hinn og grilla síðan.  Ég var með tvo 5 punda laxa og pössuðu þeir fullkomlega fyrir 7 manns með meðlæti.

 

Grillaður lax með sítrónugrasi, chili og kóriander

2 stilkar sítrónugras

hálf flaska  Teriaky  sósa

eitt búnt af fersku kóriander. Stilkarnir teknir frá og skornir fínt, blöðin geymd.

góður biti af ferskum engifer, fínt rifin

4 hvítlauksrif, pressuð

1 tsk sesamolía

4 matskeiðar fljótandi hunang

2 rauð chili, fæhreinsuð og sneidd fínt

2-4 vorlaukar, sneiddir fínt

2 líme ávextir

2 laxaflök, beinhreinsuð og snyrt

FullSizeRender

 

Fínsaxið sítrónugrasið og blandið saman við teriaky sósuna, hvítlaukinn, engiferið, sesamolíuna og stilkana af koríandernum.

Takið flökin og nuddið marineringunni vel á flökin og setjið í poka eða í fat með filmu yfir, látið standa í 1 klukkutíma eða lengur. Hitið grillið í ofninum á hæsta hita og þegar ofninn er orðin heitur takið þá flökin úr marineringu og penslið með hunanginu. Grillið í 10 mínútur.

Þegar fiskurinn er klár, færið hann yfir á bretti og losið aðeins í sundur. Stráið korianderlaufum, chili og vorlauk yfir flökin og kreistið að lokum lime-safa yfir allt. Það er ekki verra að skella honum á útigrill og þennan er nóg að bera fram með góðu salati .

Það þarf ekki að flækja þetta neitt frekar en uppskriftina sem er súper einföld en alveg brjálæðislega góð.

IMG_3942

Gamaldags soðin lax með smjöri

5-6 svört piparkorn

2-3 lárviðarlauf

2 tsk edik ( má vera hvítvínsedik eða borðedik)

salt

Hreinsið fiskinn vel að innan og skerið í fiðrildi ( þverskorin). Setjið piparkorn, edik, lárviðarlauf og vel af flögusalti í pott og náið upp suðu.

Þegar vatnið bullsýður setjið laxinn í vatnið, látið suðuna koma upp aftur og slökkvið svo undir pottinum. Látið laxinn liggja í vatninu í 10 mínútur og færið hann þá upp.

Berið fram með soðnum kartöflum, tómötum, agúrkusneiðum, sítrónubátum, bráðnu smjöri og heitum sveskjum.

Oddný Magnadóttir

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the AuthorBack to Top ↑