Veiðisjúrnall Atla Bergmann veiðivötn samsett

Published on June 28th, 2016 | by Atli Bergmann

0

18. – 20. júní – Einstaklega ánægjuleg opnun í Veiðivötnum

Árlega er mikilli eftirvæntingu fullnægt, sem er sú að fara við opnun Veiðivatna. Þetta er 18. júní ár hvert og með frábærum hópi karla og kvenna. Það verður að segjast að veðrið var okkur hliðhollt miðað við fyrri ár og veiðin frábær.

Við byrjuðum í Litla sjó og eftir að hafa landað 3 urriðum sem voru sæmilegir þá datt takan niður. Eða, ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var farið og horft á Ísland – Ungverjaland.

Veiðvötn bleikjur Atli

Daginn eftir var farið í Snjóölduvatn og þar var virkilega falleg bleikja að taka hinar ýmsu púpur í stórbrotnu umhverfi. Einnig prófaði ég Skálavatn, Litla Breiðavatn en mikið var af smábleikju í Breiðavatni sem maður nennti ekki að hirða.

Síðasta morguninn rölti ég í Pitlurnar og gekk frammá Himbrima hreiður og er það mögnuð sjón í návígi að fylgjast með þessum magnaða fugli.

Lokaklukkutímunum var varið við Langavatn og þar var bleikjan í tökustuði og tók aðallega Krók og Langskegg. Æðisleg opnun og 17 fiskar í ískassann er bara alveg frábært.

Himbrimi Atli

Comments

comments

Tags: , , , , , , ,


About the AuthorBack to Top ↑