Hundar Top-5-Myths-About-Shelter-Dogs

Published on July 8th, 2016 | by Ritstjórn

0

Auðvelt að kenna gömlum hundi að sitja

Margir nýjir hundaeigendur gefast upp á hundinum innan tveggja ára. Því fylgir mikil ábyrgð að taka að sér hvolp og margir gera sér hreinlega ekki grein fyrir því hversu mikil breyting það er á heimilislífinu að ættleiða hund. Fyrir utan þá staðreynd að fyrstu tvö árin í lífi hvolps geta reynt skelfilega á heimilisfólk. Það er ekkert grín að ætla sér að ala upp hvolp. Báðir ritstjórar Gripdeildar tóku hvolp að sér á sínum tíma, og hafa gert oftar en einu sinni, og alltaf kemur það jafn mikið á óvart hversu ótrúlega mikil vinna felst í því að ala upp hvolp.

Ef þú hefur hug á því að fá þér hund en ert kannski í fullri vinnu og hefur áttað þig á því að hvolpur geti verið of mikil vinna þá mælum við á ritstjórn Gripdeildar með því að fá sér fullorðinn hund. Dýrahjálp Íslands auglýsir til dæmis reglulega eftir eigendum af hundum sem fólk hefur þurft að losa sig við af einhverjum ástæðum. Stunum er fólk að gefast upp en oft er fólk hreinlega að flytja erlendis eða aðstæður breytist þannig að þau geti ekki haft hundinn. Í dag eru á síðunni nokkrir hundar sem óska eftir heimili.

Einnig er hægt að vakta Bland.is en þar birtast reglulega auglýsingar frá fólki sem þarf að losna við hund vegna breyttra aðstæðna. Það er líka staðreynd að það er mjög auðvelt að kenna gömlum hundi að sitja, þrátt fyrir orðatiltækið sem heldur því gagnstæða fram. Í raun miklu auðveldara að kenna flestum gömlum hundum að sitja en hvolpum.

Það er auðvitað líka ákveðin heimspeki sem felst í því að taka að sér eldri hund. Þú ert auðvitað að bjarga honum frá því að vera á vergangi eða að hundinum verði hreinlega lógað. Og flest okkar vinna þannig vinnu að það er erfitt að taka að sér hvolp og ætla að sinna honum vel fyrstu tvö árin.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑