Stangveiði SONY DSC

Published on July 9th, 2016 | by Ritstjórn

0

Eystri-Rangá og Blanda komnar yfir þúsund laxa markið

Byrjunin á laxveiðitímabilinu núna er einhver sú besta sem um getur. Landsamband veiðifélaga var að senda frá sér nýjar tölur, en þar á bæ fylgjast menn vel með gangi mála.

Eystri-Rangá er kominn með 1111 laxa, bætir við sig 611 löxum á einni viku og Blanda með 1020 laxa. Þar var vikuveiðin 258 laxar.

Ytri-Rangá kemur þar á hæla, veiðin á einni viku voru 439 laxar og samtals hafa veiðst 916 laxar.

„Þegar lögð er saman heildarveiðin í þeim 10 efstu ám í samantektinni þessa vikuna hafa samtals 6373 laxar veiðst að kvöldi miðvikudags. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst alls 2776 laxar og því ljóst að veiðin er rúmlega tvöfalt meiri eins og staðan er núna,“ segir í tilkynningu frá LV.

Hagsmunaaðilar og veiðimenn eru að vonum í skýjunum með þessa byrjun. Laxinn er óvenju snemma á ferðinni þetta árið og eru því uppi kenningar um að veiðin muni detta niður seinni part sumars. En, um það er ómögulegt að spá.

Comments

comments

Tags: , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑