Eldað í úthverfinu Oddní Grafinn lax1

Published on July 24th, 2016 | by Oddný Magnadóttir

0

Grafinn lax

Að grafa sinn eigin lax er góð skemmtun og alveg súper einfalt. Um daginn fékk ég nokkra væna laxa og einn frekar smáan. Ég skutlaði stóru fiskunum í reyk en litla fiskinn, sem hefur sennilega verið svona um 7 pund, ákvað ég hinsvegar að grafa í mínu eigin eldhúsi.

„Þetta er besti graflax sem ég hef smakkað,“ malaði maðurinn minn þegar ég skar hann niður og færði honum hann með ristuðu brauði og graflaxsósu þremur dögum síðar.

Oddný grafinn lax3

Tvö laxaflök, beinhreinsuð

3   msk þurrkað dill

1   msk dill fræ

1/2 msk fennelfræ

1/2 mtsk sinnepsfræ

1/2 msk kóríanderfræ

1   tsk mulin pipar pipar

2   msk gott flögu salt

1   msk sykur

Oddný grafinn lax2

Mortel er nauðsynlegt í eldhús allra matgæðinga.

Allt sett í mortel og steytt vel saman.

Berið blönduna á flökin og þekið vel. Pakkið þeim síðan vel inn og setjið í kæli í 2-3 daga.

Þegar bera á laxinn fram skafið mesta kryddið af honum og sneiðið niður. Laxinn geymist í nokkra daga í ískáp en ég mæli með því að frysta hann ef þið ætlið ekki að borða hann strax.

Góð graflax sósa, gott hunangssinnep eða piparrótarjómi er nauðsynlegur með laxinum hvort sem þið eruð með grafin eða reyktan lax.

Comments

comments

Tags:


About the AuthorBack to Top ↑