Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli Þingvallavatn1

Published on July 24th, 2016 | by Atli Bergmann

0

Hið stórkostlega og einstaka Þingvallavatn

Að eiga aðgang að jafn fjölbreyttri veiði og Þingvallavatnið býður uppá er bara frábært. Það verður bara að segjast alveg eins og er að Íslenskir stangveiðimenn eru ofdekraðir að búa við annað eins og slík. Líkast til jafnast ekkert vatn í heimi á við Þingvallavatn. Talað er um að þrjár fiskategundir lifi í Þingvallavatni, bleikja, hornsíli og hinn svakalegi ísaldarurriði. En, það segir vitaskuld ekki nema hálfa söguna; þarna eru fjögur afbrigði af bleikju sem eru fleiri en fundist hafa í nokkru öðru vatni í heimi og allar eru þær einstakar fyrir vatnið.

Að því sögðu viðurkennist að ég er einungis búin að skreppa í tvígang þangað, eina kvöldstund 9. júní með Axel vini mínum og byrjuðum við Arnarfellið og fengum 4 kuðungableikjur sem voru þó ekki stórar.

Við fórum síðan og tókum nokkur köst við litla vík í þjóðgarðinum sem er kölluð Elliheimilið og þar setti Axel í eina sannkallaða kusu sem útskýrir kannski nafngiftina.

Kuðungableikjurnar í Þingvallavatni geta verið býsna stórar.

Síðan skaust ég eina morgunstund í Vatnskotið núna á sunnudag 17. júlí með ungum og áhugasömum félaga sem vildi kynnast fluguveiði. Þennan fallega morgun var murtan í miklu tökustuði og ég tók um 20 stykki murtur á nokkrum tímum og hirti tvær fallegar kuðungableikjur í matinn, enda mjög góðar.

Ég var með dropper og flotlínu með langan taum og hnýtti á flugur eftir Þór Nielsen, goðsögn í lifanda lífi og eru fáir sem þekkja Þingvallavatn betur; efri flugan var Frisco og á endanum Killerinn með kúlu haus sem ég lét sökkva vel. Bleikjan var hún að taka báðar jafnt og stundum báðar í einu og þá er fjör.

Bara gaman.

Búið að gera að bleikju úr Þingvallavatni; veislukostur.

Comments

comments

Tags: , , , , , ,


About the AuthorBack to Top ↑