Hundar IMG_2050

Published on August 3rd, 2016 | by Ritstjórn

0

Búið að gelda Sesar

Hundarnir á ritstjórn Gripdeildar eru nú báðir geldir. Í gær fuku kúlur Sesars; síðustu hundaeistun á ritstjórninni. Það voru þung skrefin sem hundur og eigandi hans tóku inn á Dýraspítalann í Víðidal. Átján mánaða hvolpurinn vóg 34,5 kíló og í krónum talið þýðir það 34 þúsund. Kortið var straujað og nokkrum klukkustundum síðar var Sesar sóttur.

IMG_2055

Sesar nýkominn heim af dýraspítalanum. Borðar vel og er hress. Þurfti ekki einu sinni að fá lúður því hann sýnir sárinu engan áhuga.

Gelda eða ekki gelda
Nú hefur eigandi Sesars lesið nær allar bækur sem fáanlegar eru á Amazon og snúa að hundahaldi. Hér má lesa grein um uppáhaldsbækurnar hans en hann hefur einnig sett sig vel inn í kenningar Cesar Millan og fleiri góðra hundaþjálfara. Þeir eru allir bandarískir og þar í landi er öllum sem ekki eru að rækta hunda ráðlagt að gelda hunda sem fyrst. En það er ekki þannig á Íslandi.

Verkjatöflur fyrir Sesar. 1/2 tafla 2 x á dag.

IMG_0740

Hér er hvolpurinn Sesar að taka silfur á sýningu í Víðidal.

Flestir hundaþjálfarar sem eigandi Sesars hefur hitt á Íslandi gera frekar lítið úr þessum fræðum bandarískra kollega að nauðsynlegt sé að gelda. Hér á landi er goðsögnin oft sögð á þá leið að geldur hundur fari meira úr hárum eða verði ekki jafn fallegur. Enda er það þannig að ekki er hægt að sýna hunda á vegum hundaræktarfélaga ef búið er að gelda. Bandarísku hundagúrúarnir segja á móti að hundar verði miklu viðráðanlegri og að það komi síður rok í þá.

Rök fyrir geldingu
Bandarískir hundasérfræðingar segja að gelda skuli bæði rakka og tíkur. Rökin sem Cesar Millan gefur upp á heimasíðu sinni eru að tíkin lifi lengur, rakkinn fái síður eistnakrabba, hundarnir hegði sér betur, rakkinn merkir síður og það eru minni líkur að hann strjúki finni hann lykt af tík sem er að lóða.

Þessi ákvörðun var því ekki léttvæg hvað Sesar varðar. Sesar er ættbókarfærður hundur, keyptur hjá mjög góðum ræktanda og honum hefur gengið ágætlega í keppnum. Í júlí á þessu ári var hann í öðru sæti í sínum flokki á einni sýningu og því fyrsta á annarri sýningu. Þessar sýningar voru á vegum Hundaræktarfélags Íslands og það þarf að fylgja sögunni að Sesar greyið var einungis að etja kappi við einn annan hund.

Reynsla eiganda Sesars af sýningum er samt góð. Þar fer fram mjög mikil umhverfisþjálfun og aðildarfélög Hundaræktarfélags Íslands standa að þjálfun fyrir sýningar. Þar er eigandi að vinna með hundinum sínum innan um aðra hunda og það skilar sér í hundi sem er í miklu betra jafnvægi. Sérstaklega þegar mætt er öðrum hundum.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑