Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli Berm kamína

Published on August 3rd, 2016 | by Atli Bergmann

0

Urriðinn stökk og dansaði og fældi spóann

Mikil eftirvænting ríkti þegar vinnufélagarnir í 365 fóru í hina árlegu óbyggðagöngu sína. Nú í ár var gengið 60 km og samtals 2700 metra hækkun frá Borgarfirði Eystra til Seyðisfjarðar. Stórkostlegt. Og ég stakk stönginni með í bakpokann, enda aldrei að vita.

Og viti menn! Í Loðmundarfirði gáfu skálaverðir mér góðfúslegt leyfi til að veiða í Fjarðará og ekki að spyrja nema að ég fékk 3 fallegar sjóbleikjur á fluguna Bleik og blá á þeim fallega veiðistað Kirkjuhyl. Ég sleppti þeim aftur sprækum og þakkaði fyrir skemmtunina.

Veiddi þrjá spræka urriða í Lomundarfirði — í einstakri náttúru.

Á leið minni til baka í skálann þá um kvöldið var mér gengið frammá litla tjörn og lítinn læk og sá vak í yfirborðinu. Ég kastaði sömu flugu, Bleik og blá og í fyrsta kasti tók þessi líka spræki 2 punda urriði sem dansaði og stökk svo hátt að spóinn sem hafði fylgst með fældist og flaug á braut.

Þar tók ég svo tvo aðra 2-3 punda urriða og sleppti þeim einnig. Svona eyðifirðir úr alfara leið, þar sem maður er gjörsamlega aleinn í náttúrunni eru bara dásamlegir. Þegar þarna var komið sögu læddist Austfjarðaþokan að, þykk og köld og lagðist yfir allt svo að ég þakkaði fyrir að vera með GPS-tækið við höndina til að rata í skála ferðafélagsins þar sem við höfðum aðsetur. Og þar var gott að fýra upp í eldiviðarkamínunni og segja veiðisögur, þeim sem nenntu að hlusta.

Comments

comments

Tags: , , ,


About the AuthorBack to Top ↑