Veiðisjúrnall Atla Bergmann Atli Bergmann í Hólá

Published on August 5th, 2016 | by Atli Bergmann

0

Fallegt í sveitinni þegar vel veiðist

Ein af uppáhalds veiðislóðum mínum er Hóla sem rennur úr Laugarvatni frá landi Úteyjar þar sem eðalhjónin Skúli og Elsa ráða ríkjum; selja veiðileyfi ásamt að reykja silung, einn þann besta sem völ er á.

Hóláin hefur aðallega að geyma bleikju, einnig urriða, en það er bleikan sem ég er yfirleitt að eltast við. Enda mikill gæðamatfiskur.

Atli Bergmann Hólá2

Og, hann er á. Kusurnar sem tóku voru slíkar að stöngin kengbognaði.

Ég veiði alltaf á flotlínu og er með litlar púpur og dropper og tökuvara. Ég næ bestum árangri með upstream-veiði. Einnig getur þurrflugan reynst skæð ef fiskurinn er mikið í yfirborðinu.

Einnig er ágætt að veiða í sjálfu Laugarvatni og hef ég gert á stundum ævintýralega veiði þarna. Núna á sunnudaginn var 31. júlí og í sól og blíðu skaust ég dagspart og náði 16 bleikjum á land og hirti 6 stykki á grillið. Þar af þrjár vænar kusur. Já það er dásamlegt þetta veiðimannalíf og fallegt í sveitinni – sérstaklega þegar vel veiðist.

Atli Bergmann Hólá1

Dágóður afli og alveg príma matfiskur.

Comments

comments

Tags: , , , , , ,


About the AuthorBack to Top ↑