Stangveiði SONY DSC

Published on August 25th, 2016 | by Ritstjórn

0

Jökla komin á yfirfall

Jökla er komin á yfirfall þannig að vonglaðir veiðimenn, þeir sem ætluðu að reyna að rífa upp lax úr ánni nú seint í ágústmánuði, verða að bíta í það súra epli að þar verður engum flugum hent í silfurtæra og fallega bergvatnsá á næstunni. Landsvirkjun er nú að veita yfirfalli úr lóninu við Kárahnjúka og áin er orðin sem áður, illileg að sjá, grettin og grá.

Eins og lesendur Gripdeildar þekkja stóð til að fullkomna hina heilögu þrenningu í veiðitúrnum mikla austur á land: Hreindýr, gæs og lax. Ekkert varð að því að reynt yrði við Jöklu. Á myndinni getur að líta Mikael Torfason standa við ána sem er efsti punktur þar sem veiðst hefur lax. Þetta er skammt frá Merki á Efra-Dal.

Auðvitað voru þetta nokkur vonbrigði en nánar verður greint frá annars ævintýralegri ferð ritstjóranna austur á bóginn fljótlega.

 

Comments

comments

Tags: , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑