Matreiðsla SONY DSC

Published on August 26th, 2016 | by Ritstjórn

0

Vertinn veiðir laxinn sjálfur

Messinn, sjávarréttarstaður við Lækjargötu, er nýr staður sem hefur slegið rækilega í gegn. Staðurinn sérhæfir sig í fersku sjávarfangi og er pönnusteikt rauðspretta sérréttur hússins.

En, á Messanum halda menn sig ekki aðeins við hráefni úr hafinu; steinbít, kola og þorsk. Þar má einnig fá ljúffenga pönnusteikta bleikju að ógleymdum graflax í forrétt. Lagt er upp úr einfaldri matreiðslu og að hráefnið fái notið sín til hins ýtrasta.

Gaman er að segja frá því að hinn landsþekkti veiðimaður Jón Mýrdal, annar eigandi staðarins, veiðir oftar en ekki þann lax sjálfur. Jón hefur lengi verið iðinn við kolann á bökkum áa þar sem finna má lax. Þetta sumarið hefur hann toppað sjálfan sig og hefur veitt sem aldrei fyrr. Þegar þessi orð eru rituð er hann staddur í Aðaldalnum, á hinu þekkta Nessvæði, og sveiflar þar stöng sinni í von um þann stóra. En, gestir Messans mega þó ekki búast við því að sá lax verði á borðum; þar veiða menn og sleppa.

Snorri Sigfinnsson er yfirmatreiðslumeistari á Messanum og hann var svo vinsamlegur að láta okkur hér á Gripdeild í té tvær uppskriftir sem einmitt snúa að þessum tveimur réttum. Uppskriftirnar eru sem hér segir.

Graflax messans

 

Graflax að hætti Messans

2 flök af meðalstórum laxi

3 stykki appelsína (zest og safi)

1 stk lime (zest ½ safi)

1 stk sítróna (zest)

1 þumall piparrót (saxað)

1/2 box rósmarín (saxað)

1 epli (skorið í litla bita)

1 msk vodka

 

Allt sett í skál og blandað vel saman. 250 grömmum af grófu salt, 375 grömm sykur og 2 matskeiðar af svörtum pipar (heill) er nuddað inn í laxinn og látið liggja í 5 klukkustundir.

Eftir það, skafið saltmixið af og leggið í olíu (canola) yfir nótt eða í um 12 klukkustundir.

Bleikja Messans

Bleikja Messans

Miðað er við að bleikjan sé um 270 grömm og þá þrír bitar

5 smælki forsoðnar kartöflur

5 cherry tómatar

3 msk ristaðar möndluflögur

6 msk hunang

160 grömm smjör

lúka af klettasalati og spínati í bland

Bleikjan er steikt á pönnu í smjörinu, kryddað með salti og pipar og hunanginu. Hinu bætt við; salatinu síðast. Og borið fram á heitri pönnunni, þeirri sömu og matreitt var á. Borið fram með saxaðri steinselju og sítrónubát.

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑