Stangveiði atli-hauka3

Published on September 16th, 2016 | by Ritstjórn

0

Þegar vér feðgar núlluðum og mokveiddum í sömu ferð

Eftir að hafa kynnst Haukadalsá í fyrra þá má segja að mesta eftirvæntingin fyrir þetta veiðisumarið hafi verið að komast aftur þangað; ein besta fluguveiðiá sem ég hef kynnst.

Til að krydda aðeins uppá túrinn sem var sunndagur 11. september til þriðjudags 13. september þá bókaði ég einnig Þverá laugardaginn 10. september. Hér er um að ræða litla þverá sem rennur í Haukadalsá, en þannig hagar til að einungis ein stöng er seld í einu í einn dag og áinn hvíld þess á milli.

atli-hauka2

Haukan brást hvergi og fengum við feðgar fisk á öllum veiðisvæðum.

Engin gisting eða vegur er í Þverárdal og átti það eftir að hafa áhrif vegna þess að við hrepptum þvílíkt ofsa veður með roki og rigningu að vöðlurnar héldu vart vatni! Við feðgar börðumst í 3 og hálfan klukkutíma á móti rokinu til að fresta þess að komast í efstu staðina en urðum frá að hverfa vegna óveðursins. Á leiðinni stoppuðum við þó við einn fallegan hyl þar sem var fullt af laxi að stökkva og reyndum að kasta á hann en oftar en ekki feykti Kári línunni upp í loft í hviðunum og eftir að hafa sett í tvo laxa sem láku af var haldið í þriggja tíma göngu aftur til byggða þar sem bíllinn beið og síðan í hús og í heita pottinn og sofið í 12 tíma.

atli-hauka4

Föðurbetrungurinn með einn 100 sentímetra.

Næsti dagur var dásamlega fallegur með hægum vindi og skiptust á sól og smáskúrir og sæmilegur hiti. Og, það sem er mest um vert, gott vatn í Haukadalsánni eftir alla rigninguna.

Skemmst er frá því að segja að ég og Heiðar Valur sonur minn áttum einn skemmtilegasta túr ársins í Haukunni. Við urðum varir við fisk í öllum hyljum og tókum fisk á öllum svæðum frá 1 til 5 og allt vænir frá 60 – til 75 sentímetrar. Samtals 13 laxar komu á land og ekki nóg með það þá tók þessi meistari og föðurbetrungur, hann Heiðara Valur, einn 100 sentímetra dreka takk fyrir.

Það voru fimm stangir í þessu tveggja daga holli og það komu 56 laxar á land og gaman að geta þess að Haukan var einmitt að skríða yfir 1000 laxa þessa vikuna. Já það er dásamlegt þetta veiðimannalíf.

Comments

comments

Tags: , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑