Matreiðsla 1

Published on September 22nd, 2016 | by Ritstjórn

0

Hreindýrabollur mömmu

Bestu hreindýrabollurnar eru auðvitað eldaðar eftir uppskrift móður annars ristjóra Gripdeildar. Hún var lengi matráður í leikskólum og ýmsum fyrirtækjum og kann margt fyrir sér í matargerð. Hulda Fríða Berndsen heitir konan og er móðir Mikaels Torfasonar. Henni til aðstoðar var eiginkona ritstjórans, Elma Stefanía Ágústsdóttir, en Mikael fékk að þvælast fyrir og taka myndir.

Uppskriftin er um marg einföld og lykilhráefni er auðvitað hið margrómaða hreindýrahakk. Bara einn poki, ca. 500 grömm eða svo. Skera niður lauk í hakkið, brjóta eitt egg og skeið af hveiti ásamt alveg kúfullri matskeið af hreindýrakjötkrafti (sem fæst ekki í Bónus í augnablikinu og þessi Árni Hauks og hans félagi verða nú að kippa því í liðinn).

Þetta er allt blandað saman og fínt að krydda aðeins með salti og pipar. Svo kemur að leynivopninu og það er góð lúka af Ritz. Merja það niður eins og sjá má á myndinni og blanda saman við. Þetta má alveg standa (jafnvel í heilan dag inni í ísskáp) en það er í lagi að elda strax.

Bollurnar sjálfar eru svo mótaðar í lófa og þeim skelt á pönnu. Það má steikja þetta upp úr smjöri og olíu – eða bæði. Reyndar er eitt trix sem hægt er að prófa og það er að mylja niður fleiri kexkökur og rúlla bollunum upp úr þeim og steikja.

Varðandi meðlæti þá mælir Hulda Fríða með því að tæta niður rófur og gulrætur í fínasta hrásalat. Ekki blanda einu né neinu við það. Fyrir svanga kolvetnisfíkla má sjóða nýjar kartöflur en svo er líka sniðugt að spæla egg (rauðan er mjög góð sósa með þess) og bera fram með rifsberjahlaupi (Elma Stefanía var einmitt að henda í nokkrar krukkur með krökkunum í Breiðholti) eða frönsku sinnepi. Þetta er uppskrift sem getur ekki klikkað.

Uppskrift:
500 gr. hreindýrahakk
Eitt egg
1 laukur
Hreindýrakjötkrafturinn sem fæst ekki í Bónus þessa dagana og Árni Hauksson (fyrrverandi fjármálastjóri DV og núverandi milljóner og eigandi Bónuss síðast þegar við vissum) verður að kippa í liðinn.
Góð lúka af Ritz
Salt og pipar

Steikið eftir smekk.

Hér er móðir annars ritstjórans ásamt eiginkonu hans. Hulda Fríða Berndsen matráður og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona.

Hér er móðir annars ritstjórans ásamt eiginkonu hans. Hulda Fríða Berndsen matráður og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona.

5

Verið að bæta hveiti og krafti við hakkið.

4

Ritz kexið er leynihráefni uppskriftarinnar.

3

Leynivopnið góða. Pakki af Ritz kexi. Gott að velta pollunum upp úr kexi áður en þær fara á pönnuna.

2

Einföld uppskrift og þvílíkur matur. Himneskt alveg að borða hreindýrabollur.

Comments

comments

Tags: ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑