Stangveiði atli-kjos

Published on September 24th, 2016 | by Atli Bergmann

0

Skyn og skúrir í Laxá í Kjós

Það er eitthvað svo dásamlegt við haustveiðina þetta hvað maður fær mörg sýnishorn af veðri og breytilegar aðstæður við veiðina þar sem sannarlega er fullt af lax eins og tilfellið er með Kjósina.

Við Bjarni Brynjólfsson vorum saman á stöng núna 19 – 20 september þriðja árið í röð með góðum hópi. Einn af mörgum góðum kostum Bjarna er hversu lunkinn silungsveiðimaður hann er, því eins og menn vita að þó að laxveiði geti sannarlega verið skemmtileg þá er silungsveiði fyrir lengra komna. Og þannig háttar til í Kjósinni að þar er frábær stofn sjóbirtings sem og með Bugðunni sem rennur úr Meðalfellsvatni. Þetta er mjög fjölbreitt veiðisvæði.

Við gerðum frábæran túr, fengum þrjá laxa þar af eina 83 sentímetra hrygnu á stað sem heitir Gaflhylur og er alla jafna lítt veiddur. Þangað hafði ég rölt af rælni síðustu vaktina. Þá hafði ég einungis fengið nokkra sjóbirtinga en engan lax meðan Bjarni var búin að fá lax í Bugðunni. Þegar þarna var komið sögu þá var áin orðin vel bólgin og nokkuð lituð eftir úrhellisrigningu og ekkert annað í stöðunni en að setja þýska snældu undir.

atli-kjos2

Þegar þarna var komið sögu var áin orðin vel bólgin eftir rigningar, lituð og ekkert annað í stöðunni en setja þýska snældu undir.

Fljótlega eftir að ég byrjaði stekkur þessi líka stóri fiskur neðarlega á breiðunni. Ég kasta strax beint á hann og flugan er negld. Ég gætti þess að fara í engu óðslega nema það að fljótlega kemur í ljós að þetta var „bara“ venjulegur lax; vænn 64 sentímetra hængur sem ég næ að landa. Og var heldur betur ánægður.

Nema hvað, eftir örlitla pásu og myndatöku ákvað ég að prófa aftur og kastaði á sama stað. Þá gerist það sem er svo frábært við veiði, þetta ógleymanlega andartak, sem að þessu sinni var þannig að þegar flugan skautaði yfir tökustaðinn stökk stóri fiskurinn hálfur uppúr vatninu og stingur sér niður á fluguna og neglir hana. Búmm! Og þvílík barátta sem reyndist fyrir höndum. Hún endaði með því að þessi stóra hrygna synti aftur út í hylinn sinn, „single“ að þessu sinni reyndar, en er örugglega búinn að fá nýjan hæng sér við hlið þegar þetta er skrifað.

Alltaf hef ég fengið stóra fiska í Kjósinni, ef ekki stóra laxa þá stóra sjóbirtinga og þetta árið reyndist sá stóri lax en allir birtingarnir og nokkrir urriðar voru að þessu sinni frekar litlir. En, alltaf er nú jafn gaman að fá fisk.

Comments

comments

Tags: , , ,


About the AuthorBack to Top ↑