Skotveiði SONY DSC

Published on September 24th, 2016 | by Ritstjórn

0

Þrjátíu hreindýr sluppu

Hreindýraveiðitímabilinu er nú lokið. Ekki tókst að veiða uppí kvóta. Um 30 dýr sluppu.

„Endaði í raun alveg framar vonum,“ segir Jóhann G. Gunnarsson starfsmaður umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Jóhann hefur umsjá með hreindýraveiðum en tímabilinu lauk nú í vikunni.

Til stóð að veiða 1.300 dýr en þegar tímabilið er gert upp kemur á daginn að nokkur dýr sluppu frá kúlum byssumanna, eða um þrjátíu. Reyndar stefndi lengi vel í það að talsvert fleiri dýr myndu sleppa því um 120 dýr átti eftir að veiða þegar fimm dagar voru eftir af tímabilinu. Það hefur því verið margt um manninn á hreindýraslóð.

Allir tarfarnir sem til stóð að veiða á svæði eitt voru felldir.

„Sumir mæta ekki til veiða og hafa ekki rænu á að skila leyfunum inn fyrr en það er orðið of seint,“ segir Jóhann. Og einhverjir mættu austur en náðu ekki að fella dýr sín og létu þar við sitja.

Eins og áður sagði var kvótinn þrettán hundruð dýr. Eftirfarandi náðist ekki:

Svæði 1 – kýr 1 leyfi
Svæði 6 – kýr 1 leyfi
Svæði 7 – kýr 10 leyfi, tarfar 4 leyfi
Svæði 8 – kýr 6 leyfi, tarfur 1 leyfi
Svæði 9 – kýr 5 leyfi, tarfur 1 leyfi

Veiðar á kúm, þessar fimm sem til stóð að veiða á hefðbundnum tíma var stöðvuð vegna fárra kúa á svæðinu. Og að sögn Jóhanns var erfitt að úthluta kúm á svæði 8 þar sem aðal- og varaumsóknir voru búnar.

Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Verð fyrir veiðileyfin eru að 135.000 krónur þarf að greiða fyrir tarfaleyfi og 80.000 krónur fyrir kú.

Comments

comments

Tags: ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑