Matreiðsla img_5868

Published on September 28th, 2016 | by Ritstjórn

0

Ný uppskrift frá mömmu

Við megum gera ráð fyrir því að Gripdeild muni á endanum fyllast af uppskriftum frá mömmu annars ritstjórans. Um daginn eldaði hún hreindýrabollur ála Ritz. Sú máltíð var einu orði sagt stórkostleg. Þvílík veisla.

En nú er mamma ritstjórans, Hulda Fríða Berndsen, farin að færa sig upp á skaftið og býr til nýja og nýja uppskrift fyrir son sinn Mikael Torfason í hvert sinn sem hún kemur í heimsókn. Nýju bolurnar eru með fetaosti og þurrkuðu súrdeigsbrauði.

img_2520

Hreindýrakraftur í dós fæst ekki í Bónus skömmu eftir hreindýraveiðitímabil og ritstjórar Gripdeildar biðja til Árna Haukssonar eiganda Bónuss og hans fólks að kippa þessu í liðinn hið fyrsta.

Of margir svigar
Það er kannski enginn þörf á endurtaka það en grunnurinn í hreindýrabollur er auðvitað poki af hakki, eitt egg, saxaður laukur, rífleg matskeið hveiti og hreindýrakraftur (móðir ritstjóran hamstraði nokkrar dollur af hreindýrakrafti í dósum sem voru lengi til í Bónus en Árni Hauks og félagar – sem eiga Bónus með lífeyrissjóðum – hafa ekki verið að standa sig að fylla á hillur í Bónusverslunum að undanförnu (já, þett er okkur svo mikið hitans mál að hér splæsum við í fleiri en einn sviga því við verðum að óska eftir því að ef þið þekkið Árna Hauks eða eru nágrannar hans eða rekist á hann í Bónus þá megiði endilega skila því til eiganda Bónuss að það sé ekki til hreindýrakraftur í verslunum (sem er auðvitað fyrir neðan allar hellur að nýloknu hreindýraveiðitímabili))).

Súrdeigsbrauð í hakkið
Nýja uppskrift Huldu nýtur góðs af fyrrnefndum grunni en nú bætti frúin slurk af fetaosti saman við hakkið. Eða slurk og slurk og ekki slurk; tvær matskeiðar allavega. Og auðvitað salti og pipar eftir smekk. Það er eins og það er. En hér lét hún ekki namar staðið því sonur hennar, Mikael Torfason, er mikill súrdeigsbakari og bakar dýrindis brauð á hverjum degi. Á heimili hans í Breiðholti er sjaldan að finna samlokubrauð eða nokkuð slíkt því hann bakar sín brauð úr súr sem hann og tengdamóðir hans hafa alið síðustu árin.

Eitt með súrdeigsbrauð er að þar erum við að tala um svo gott brauð að ef það byrjar að harna þá læturðu það bara standa. Lofar því að þorna alveg upp og notar sem brauðteninga eða jú mylur það bara í hreindýrabollurnar. Við mælum ekki með því að taka Bónusbrauðið sem Árni Hauks lætur baka fyrir sínar verslanir og lofa því að þorna upp. Það myglar en súrdeigsbrauðið hans Mikaels er einungis súr, hveiti og vatn (stundum reyndar laumar hann smá hunangi ofan í brauðið). Allavega var þetta umrædda brauð svona einfalt, enda hvítt brauð sem Mikael bætir oft smá heilhveiti út í (og kannski döðlum og rúsínum og kornum ýmiskonar þegar svo ber undir).

img_5862

Hulda Fríða Berndsen mamma Mikaels.

Sullenberger 
Og þegar það er búið að blanda þessu öllu saman þá er bara að búa til bollur í höndunum og setja á fat og inn í ofn. Já, inn í ofn. Síðast steikti Hulda bollurnar en nú voru þær bakaðar í ofni. Og dýrlegar á bragðið. Alveg dýrlegar. Hulda er líka með allskonar trix frá matráðsdögum sínum. Hún saxar laukinn til dæmis í matvinnsluvél (eða þetta er nú varla matvinnsluvél heldur tæki sem kallast Sullenberger á heimili Mikaels og Elmu í Breiðholti því tengdapabbi heimilsöðursins gaf honum þetta í afmælisgjöf eitt árið og hafði keypt í Kosti sem er auðvitað í eigu Jón Geralds Sullenberger).

Uppskrift
500. gr hreindýrahakk
Eitt egg
1 laukur (skorinn niður í svokölluðum Sullenberger)
Hreindýrakjötskrafturinn sem Gripdeild hefur skýrt í höfuðið á Árna Hauks
Þurkað súrdeigsbrauð heimabakað
Feta ostur; tvær matskeiðar
Salt og pipar
Og bara inn í ofn með herlegheitin og eldað í dágóðan tíma. Auðvitað má alls ekki elda þetta of mikið en í eldhúsi Mikaels er tími afstæður og fólk á auðvitað ekki að vera að vasast í svona eldamennsku nema hafa einhverja tilfinningu fyrir því sem það er að gera. Þannig að vinsamlegast farið eftir hyggjuvitinu með dash af innsæi. Ókei?

img_5855

Leynihráefnið að þessu sinni er þurrkað súrdeigsbrauð ála Mikael Torfason.

img_5852

Hér má sjá hvernig frúin makaði laukinn og ostinn í Sullenberger og blandaði svo saman við hakkið.

ecshop_zoom_nbr0814_1

Sullenbergerinn var á sínum tíma keyptur í Kosti af tengdapabba annars ritstjóra Gripdeildar en fæst víst í Elkó líka.

img_5858

Þvílík fegurð. Bollurnar inni í ofni að eldast.

img_5859

Meðlætið var ekki af verri endanum en Hulda skar niður sætar kartöflur, gulrætur, perur og epli og steikti á pönnu.

img_5872

Niðurstaðan. Rauðkálið var gjöf frá Ólafíu Hrönn leikkonu sem var í hreindýragúllassúpu hjá Mikael og Elmu á dögunum. Já, það á eftir að birta þá uppskrift síðar.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑