Veiðisjúrnall Atla Bergmann atli-bergmann-med-byssu-og-ond

Published on October 13th, 2016 | by Atli Bergmann

0

Haustið ekki eins erfitt eftir að byssuleyfið kom til

Haustið var mér erfitt fyrstu ár veiðimennskunnar. Fyrirsjáanleg var löng bið. En, þetta hefur gjörbreyst eftir að ég fékk mér byssuleyfi og fór að ganga til rjúpna, svo koma jólin og eftir það hækkandi sól og vorveiðin framundan.

Undanfarinn 10 ár hef ég endað stangveiðitímabilið austur í Steinsmýrarvötnum í sjóbirtingi og yfirleitt veitt ágætlega. Og nú allra síðustu ár hefur haglabyssan fengið að fljóta með og nokkrar endur og gæsir teknar í leiðinni.

atli-bergmann-med-birting

Bálhvasst var en þegar dúraði mátti finna birting og staðbundinn urriða.

Núna þessa lokahelgi 7.-9. október var eins og oft áður mikil rigning og bál hvasst. En, þegar dúraði á milli fundum við fallega birtinga og staðbundna urriða í bland. Ekki spillti fyrir að með okkur var glæsilegur gráhegri sem hefur kjöraðstæður þarna.

Þegar veðrið er erfitt og maður er orðinn veiðisaddur er gott að hafa með í för stórveiðimanninn Bjarna Brynjólfsson sem er einnig meistara kokkur og hann galdraði fram veislumat úr stórri gæs sem ég hafði skotið sjálfur. Já, það er dásamlegt þetta veiðimannalíf.

atli-bergmann-birtingur

Comments

comments

Tags: , , ,


About the AuthorBack to Top ↑