Skotveiði screenshot_20161017-221329

Published on October 24th, 2016 | by Ritstjórn

0

Stutt hlaup með hljóðdempara

Nú þegar ný reglugerð um svokallaða blossagleypa (hljóðdeyfa eða hljóðdempara) er kominn í gegn er ritstjórn Gripdeildar á höttunum eftir skemmtilegum frásögnum af reynslu fólks af dempurum. Við biðjum fólk endilega að senda okkur línu á ritstjorn@gripdeild.is (við erum auðvitað alltaf á höttunum eftir skemmtilegu efni).

Á spjallsvæði Skyttana fundum við þessa skemmtilegu frásögn Óskars Andra:

2016-10-06-22-31-30

Hér er vopnið eins og það lítur út með hljóðdeyfi.

>> Ég fékk mér deyfi fyrir Sako 75 Steinless Hunter í cal 6.5×55. Hausken JD224 varð fyrir valinu. Það er algeng gerð sem er ekki nema 310 grömm og hentar vel fyrir veiðiriffla. Ég lét stytta hlaupið á rifflinum niður í 18″ til að halda heildarlengdinni nokkurnvegin þeirri sömu með hljóðdeyfinum. Það mun hafa áhrif á hraðan að stytta hlaupið en hraðamælirinn var rafhlöðulaus þegar hann var tekinn upp og aukarafhlaðan dauð líka. Þannig að hraðamæling bíður betri tíma.

Þvílíkur munur á háfaða og bakslagi. Það er ekkert mál að nota riffilin án heyrnahlífa núna. Allt muzzle blast er farið, allur þrístingurinn sem myndast í kringum hlaupið og þyrlar upp ryki hefur líka minkað verulega eða er alveg farinn. Ég notaði samt sem áður heyrnahlífar þar sem maður tekur nú fleiri skot uppi á velli en þegar að maður er að veiða. Með heyrnahlífar og deyfi hljómar þetta eins og maður sé að skjóta 22LR High Velocity.

Á öðrum umræðuvettvangi risu nokkrir upp á afturlappirnar og skömmuðu mig fyrir að stytta riffilinn. Þessir sjálfskipuðu internet sérfræðingar sögðu mér að ég væri núna búinn að eyðileggja riffilinn og gæti allt eins hent honum út í næstu á. Ástæðan var eitthvað á þá leið að með því að stytta hlaupið væri búið að breyta twistinu sem hentaði enganvegin fyrir þetta kailber. Mér var mjög skemmt við þessa speki og er ekki frá því að það séu alveg ágæt not fyrir svona internenet sérfræðinga. Þegar vinnudagurinn hefur verið strembin er allavega gott að einhver getur fengið mann til að hlæja ærlega.

Ég get ekki fundið nein neikvæð áhrif á nákvæmni enda ekki við því að búast. Nákvæmni er sú sama eða jafnvel örlítið betri með hljóðdemparanum. Með fylgir sönnun… 10 skota grúbba undir 1MOA verður að teljast nokkuð gott úr verksmiðjuframleiddum veiðiriffli sem er að mestu óbreyttur (beddaður og léttari gormur í gikk). Ég hef alveg náð mun mun betri 3 og 5 skota grúbbum en 10 skot finnst mér alltaf segja doldið mikin sannleika um riffilin. Ég tel mig geta gert betur, ég var ekki alveg að gefa rifflinum nógu mikið færi á að kæla sig og var búinn að skjóta 7 skotum stuttu áður.

Ég er mjög sáttur, sennilega er það það sem skiptir öllu máli :)

Það kom mér talsvert á óvart að fyrstu skotin lentu 15cm fyrir ofan það sem POI var áður. Ég bjóst að öllu leyti við að POI yrði neðar en POA… en það er sennilega allt til í þessu. <<

Óskar Andri Víðisson, veiðimaður og ljósmyndari.

Comments

comments


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑