Skotveiði IMG_2037

Published on March 9th, 2017 | by Ritstjórn

John Savage kominn með dempara

Lesendur Gripdeildar ættu að kannast við John Savage riffil annars ritstjóra vefsins, nefnilega Mikaels. Jakob á sinn Jósep, eins og flestir áhugamenn um riffla vita. John Savage er riffill af gerðinni Savage Trophy Hunter XP en þetta tiltekna eintak var keypt í Vesturröst. Og nú þegar búið er að gera hina svokölluðu hljóðdempara löglega var ekki úr vegi að að drífa sig til Ingós, sérlegs skotvopnasérfræðings Gripdeildar og kaupa dempara – eða hljóðdeyfi eins og blossagleypirinn er stundum kallaður.

Hér má sjá myndband úr leiðangri Gripdeildar á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Þar var skotið nokkrum skotum og það verður að segjast alveg eins og er — þetta er bara allt önnur byssa og betri:

IMG_0515

Hér er riffillinn og Sonic 45 hljóðdeyfir.

Eins og flestir skotveiðimenn vita getur tekið á að skjóta mikið úr kraftmiklum rifflum.  Hávaðinn er mikill. Bakslagið mikið og þetta hefur hreinlega áhrif á einbeitinguna. Oft tekur það líka á taugarnar, sérstaklega ef farið er í hreindýraveiðiprófið. Prófið er snúið og margar góðar skyttur hafa lent í að skjóta svosem eins og einni kúlu út fyrir hringinn. Hér má sjá skemmtilegt myndband um skotpróf.

Hljóðdeyfir hefur þau áhrif á skyttuna að kúlurnar grúbbast betur eins og sagt er; þú hittir hreinlega betur. Auðvitað hefur slagkraftur og hávaði þar allt að segja. Það er hreinlega ekki hægt að líkja þessu tvennu saman; að skjóta með eða án hljóðdeyfis.

IMG_0587

Jakob varð þess heiðurs aðnjótandi í ferð ritstjóra Gripdeildar á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur að fá að vera skotstjóri. Og þvílíkt sem hann stóð sig vel!

Þegar ritstjórar Gripdeildar fóru nú á dögunum á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur mátti sjá eiganda John Savage brosa út að eyrum því hann hefur aldrei náð öðrum eins grúbbum. Allar kúlurnar röðuðust þétt upp við hver aðra og það var allt annað að sjá mann og byssu þennan dag.

Áður hefur verið fjallað um hljóðdempara hér á Gripdeild. Flestir eru sammála um hljóðdeyfir breytir miklu hvað varðar hávaða og bakslag. Forvitnilegt verður að heyra sögur frá veiðimönnum á hreindýri í sumar og haust. Og það verður líka áhugavert að vita síðar hvort veiðimenn standi sig betur á skoprófi. Gripdeildarmenn hitta í það minnsta betur með hljóðdeyfi á John Savage en án.

Comments

comments

Tags: , , , ,


About the Author

Sendu okkur myndir! Ritstjórn Gripdeildar, sem samanstendur af þeim Jakobi og Mikael, óskar eftir því að fá sendar myndir, myndbönd og fréttir á netfangið ritstjorn@gripdeild.is.Back to Top ↑